Íshokkí

Black Friday – frítt að prufa íshokkí

Í tilefni Black Friday bjóðum við 4-16 ára krökkum að prófa íshokkí í Íshokkískóla SR frítt fram að áramótum. Sjá nánar hér í vefverslun SR. Það eina sem þarf að gera er að skrá sig í gegnum vefverslun SR fyrir miðnætti föstudaginn 27. nóvember eða senda póst á ishokki@skautafelag.is. Íshokkískóli SR er þrisvar í viku og

Nánar…


SR íshokkí grímur

SR gríma


Æfingar falla niður hjá íshokkídeild

08/10/2020

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur nú ákveðið að beina þeim tilmælum til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu að stöðva allt íþróttastarf til 19. október n.k. Allar íþróttaæfingar hjá okkur í íshokkídeild SR, bæði innan- og utandyra í öllum aldursflokkum falla því niður frá og með deginum í dag. —- ISI – Icelandic sport authorities have decided to

Nánar…


U14 mót í Laugardalnum um helgina

Íslandsmót U14 liða, fyrsta helgi af fjórum, verður haldið í Laugardalnum um helgina. 6 lið (fjögur A og tvö B) taka þátt í Íslandsmótinu í ár, þrjú frá SA, tvö frá SR og eitt frá Fjölni. Mótstjóri er Hafliði Sævarsson. Dagskrá mótsins er eftirfarandi: Tími Laugardagsmorgun 7:40 SA Jötnar SR Ernir 9:20 Fjölnir SA Víkingar

Nánar…


Íshokkískólinn er að byrja!

Já þið heyrðuð hvað hún sagði – Íshokkískólinn er að byrja og verður á eftirfarandi tímum í vetur: – Þriðjudagar kl. 17:15-18:15 – Föstudagar kl.17:15-18:15 – Sunnudagar kl. 12:00-12:45 Frítt að prófa og allur búnaður á staðnum. Frábær íþrótt fyrir stelpur og stráka á öllum aldri. Allar nánari upplýsingar hér!    


Frá æfingu kvennaliðs SR í gærkvöldi

Nýtt kvennalið SR íshokkí!

Við teflum fram okkar eigin kvennaliði í Herzt-deildinni í vetur – í fyrsta skiptið í þrjú tímabil. Þessi tímabil nýttum við vel í uppbyggingarstarf og uppskárum heilan her af framtíðarleikmönnum í yngri flokkunum. Maður uppsker jú eins og maður sáir. Við vorum svo heppin að fá einn reyndasta þjálfara landsins, Alexander Medvedev, til að stýra

Nánar…


Íshokkí- og leikjanámskeið í ágúst

Íshokkídeild SR býður upp á heils- og hálfsdags íshokkí- og leikjanámskeið 4.-8. ágúst og 10.-14. ágúst. Námskeiðin eru fyrir 6-11 ára börn, bæði byrjendur og lengra komna og krakka sem æfa íshokkí á aldrinum 11-14 ára. Byrjendur geta fengið allan búnað lánaðan án endurgjalds – skauta, hjálma, hlífar og kylfu. Aðalþjálfari íshokkís er Miloslav Racansky

Nánar…


Nýjar stjórnir SR íshokkí

Aðalfundur SR íshokkí var haldinn í síðustu viku. Í nýja stjórn voru kosin: Kjartan Hjaltested – formaður (endurkjörinn) Margrét Westlund – gjaldkeri (endurkjörin) Bjarni Helgason – ritari og barna- og unglingaráð (endurkjörinn) Erla Guðrún Jóhannesdóttir – meistaraflokksráð kvenna (ný í stjórn) Sverrir Þórarinn Sverrisson – meistaraflokksráð karla (nýr í stjórn) Ásta Særós Haraldsdóttir – varamaður

Nánar…


Sumarnámskeið í íshokkí

Íshokkídeild SR býður upp á heils- og hálfsdags íshokkí- og leikjanámskeið 4.-8. ágúst. Námskeiðið er fyrir 6-10 ára börn, bæði byrjendur og lengra komna og krakka sem æfa íshokkí á aldrinum 11-14 ára. Námskeiðið er þriðjudag til laugardags. Byrjendur geta fengið allan búnað lánaðan án endurgjalds – skauta, hjálma, hlífar og kylfu. Aðalþjálfari Miloslav Racansky. 

Nánar…


Aðalfundur Íshokkídeildar SR 21. maí

Boðað er til aðalfundar Íshokkídeildar SR fimmtudaginn 21. maí kl. 20.00 í fundaraðstöðu Skautahallarinnar (fyrir ofan pallana). Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og kosning stjórnar. Þeir sem áhuga hafa á að bjóða sig fram í stjórn vinsamlegast hafi samband við Margréti gjaldkera, margretw@simnet.is.