Blog Archives

MILOS FÓR ÚT AF VEGNA MEIÐSLA 30. SEPT. HVERT ER FRAMHALDIÐ?

Miloslav Račanský, eða Milos eins og félagar hans og stuðningsfólk SR kallar hann, er einn af litríkustu, ástælustu og atkvæðamestu leikmönnum liðsins. Milos er tékkneskur og hefur spilað með SR í þrjú tímabil. Síðastliðinn föstudag, í leik SR gegn Birninum, þurfti Milos að skauta af ísnum vegna meiðsla, og stirr fór um aðdáendur SR á

Nánar…


SR-stúlkur gegn SA-Ynjum næsta laugardag!

Stelpurnar okkar eru á miklu flugi þessa dagana eftir frækinn sigur gegn Birninum í síðasta leik liðanna, og virðist stemningin í herbúðum SR vera í mikilli uppsveiflu, öðrum til eftirbreytni. Ásynjur Akureyrar hafa verið í yfirburða stöðu í íshokki um árabil en fyrir norðan ríkir mikil og góð hokkíhefð.  Svo mikil reyndar að í ár

Nánar…


SR-ingar í landsliðsæfingahóp

Heimasíða ÍHÍ sagði frá því í gær hvaða leikmenn hafa verið valdir í landsliðsæfingahóp kvennalandsliðs Íslands í íshokkí. Það er skemmst frá því að segja að við eigum tvo leikmenn í þessari flottu grúppu. Það eru þær Alexandra Hafsteinsdóttir og Álfheiður Sigmarsdóttir sem munu æfa í vetur fram að heimsmeistaramóti kvenna sem fer fram á

Nánar…


Fyrsti sigur í kvennaflokki SR um langa hríð!

Í gærkvöldi mættu Bjarnarstelpur bíspertar og klárar til leiks.  SR-stelpur voru þar einnig klárar í slaginn.  SR-stelpur hafa verið á mjög góðri siglingu á undanfögnum vikum þarm sem þjálfari þeirra Rory Geneja hefur verið að vinna með hópinn að föstum leikatriðum.  Einnig hafa bæst í hópinn nokkrar frískar stelpur frá öðrum líðum og nokkrar snúið

Nánar…


SR og Björninn mætast í Hertz-deild kvenna kl.19:45

Reykjavíkurrimmurnar halda áfram og nú í meistaraflokki kvenna, þriðjudaginn 4. október. Lið SR samanstendur af fjölda ungra leikmanna en nokkrar gamlar kempur hafa snúið aftur með reynslu sína og teflir liðið fram sínum sterkustu línum sem af er leiktíðar. Mætum á pallana og sjáum framtíð SR í action. Leikurinn hefst klukkan kl. 19:45. Um heimaleik

Nánar…


SR-ingar réðu ekki við grimman Björninn

Síðastliðinn föstudag áttust Reykjavíkurliðin við í meistaraflokki karla. Rimmur þessara liða hafa oftar en ekki verið afar spennandi. Það er skemmtileg hefð fyrir heilbrigðum ríg á milli SR og Bjarnarins sem síðan skilar sér í mögnuðum leikjum sem halda stuðningsfólki beggja liða á sætisbrúninni. En því var ekki þannig farið síðastliðið föstudagskvöld. Tiltölulegt jafnræði var

Nánar…


Annað kvöld munu SR-ingar taka á móti Birninum

Annað kvöld, föstudagskvöld kl.19:45, munu SR-ingar taka á móti Birninum í Meistrarflokki karla í íshokkí.  Björninn hefur byrjað tímabilið með einu tapi, á móti Esju 6 – 2, og einum sigri á móti SA, 7 – 0.  SR er með svipaða stöðu þ.e.as einn sigur á móti SA og eitt tap á móti Esju.  SR-ingar

Nánar…


Tap í gærkvöldi gegn Esju

SR laut í lægra haldi fyrir firnasterku liði UMFK Esja í leik Hertz-deildar meistaraflokks karla í gær. Lokastaða var 1 – 4. Hinir ungu og efnilegu leikmenn Hilmir Dan Ævarsson (1999) og Viktor Ísak (2000) spiluðu sína fyrstu leiki í Meistaraflokki karla og stóðu sig virkilega vel. Framtíðin er björt.  Þökkum öllum sem mættu á leikinn

Nánar…


Í kvöld kl.19:45 tekur SR á móti Esju í Laugardal

Í kvöld munu SR-ingar taka á móti sambýlingum sínum í Esju í Laugardalnum. Esjuliðar byrjðu tímabilið af krafti þegar þeir lögðu Björninn nokkuð sannfærandi 6 – 2 síðastliðinn þriðjudag.  SR-ingar fóru góða ferð norður til Akureyrar og unnu þar baráttu sigur , 6 – 8, á SA-Víkingum.  Í Egilshöll munu Bjarnarmenn taka á móti SA-Víkingum

Nánar…


Kynningarfundur íshokkídeildar næsta sunnudag!

13/09/2016

Haldinn verður upplýsingafundur fyrir foreldra iðkenda íshokkídeildar SR næstkomandi sunnudag kl 13:00.  Á fundinum verður farið yfir áætlanir vetrarsins, þjálfarar kynntir og spurningum svarað.  Heitt kaffi verður á könnunni, vonandi sjáum við sem flesta. Hokkístjórnin.