Blog Archives

Jólaskemmtun hokkídeildar 17.des!

17. desember næstkomandi ætlar hokkídeildin að halda jólaskemmtun á æfingatíma íshokkídeildarinnar á milli kl.10:00 og 13:00. Stefnt er að því að vera með fjölbreytta dagskrá þar sem iðkendur og foreldrar taka þátt í skautaþrautum og ýmsum leikjum.  Nánari dagskrá verður gerð opinber á næstu dögum.  Einnig er hægt að fylgjast með á upplýsingarsíðu yngriflokka SR

Nánar…


Tveggja marka tap SR gegn Birninum

Þriðjudaginn 6. desember mættu stelpurnar okkar Birninum í annað skiptið í vetur. Fyrir leikinn voru SR sigurstranglegra liðið, með fleiri stig í deildinni og á ágætis flugi. Áhorfendur voru á því að þær hefðu átt að vinna leikinn, því færin og skotin voru mörg. En allt kom fyrir ekki. Björninn verndaði forystu sína og fór

Nánar…


Baráttusigur gegn Birninum á föstudag

Á síðasta föstudagskvöld tók SR á móti Birninum í Skautahöllinni.  Björninn er í öðru sæti deildarinnar á eftir Esju með 16 stig og fyrirfram var búist við að SR-ingar myndu eiga erfiðan leik fyrir höndum.  En raunin var allt önnur.  SR-ingar komu skipulagðir til leiks og sýndu mikla vinnusemi og aga í sínum varnarleik gegn

Nánar…


MÓRALSKUR STÓRSIGUR SR Á SA

Þegar dómari flautaði til leiks og dúndraði pekkinum á miðju skautasvellsins í Laugardal áttu viðstaddir og þau sem sátu heima ekki von á sérlega miklu. Lítið tap í tvísínum leik með mikilli baráttu SR hefði verið ásættanlegt. Sigur hefði verið óvæntur miðað við gengi liðsins undanfarið, en kærkomin tilbreyting. En markaregn og öruggur stórsigur á

Nánar…


LEIKIR HELGARINNAR OG UM SLAKT GENGI UNDANFARIÐ

Það hefur ekki farið framhjá neinum að meistaraflokkur karla hefur átt á brattan að sækja í allan vetur. Eitthvað sem gert var ráð fyrir og margar útskýringar hafa verið gefnar, en eftir tvo leiki þar sem liðið stóð vel í sterkum andstæðingum og hefði jafnvel geta landað sigri eða tveimur, þá er því ekki að

Nánar…


MJÓTT Á MUNUM Á AKUREYRI

Þrátt fyrir að SR dvelji í kjallara Hertz-deildarinnar í íshokkí um þessar mundir þá verður seint sagt um okkar menn að þeir gefi sig vonleysinu á vald. Þvert á móti. Fyrir hvern einasta leik er góður mórall í liðinu og sérstaklega fyrir Akureyraferðina í gær, þar sem allir virtust fókuseraðir á markmiðið að gera SA

Nánar…


Fyrri hluti Íslandsmóts hjá 4.flokki lokið

Síðastliðna helgi fór fram fyrsti hluti íslandsmóts í fjórðaflokksliðum landsins. Að þessu sinni voru SR liðin tvö og ber það þess glöggt vitni að yngriflokkastarf félagsins er að skila góðum árangri. Undir fána SR spiluðu samnefnt lið og svo SR Fálkar. Mótið, sem fram fór í Skautahöllinni í Laugardalnum, er hið fyrsta af þremur. Liðið

Nánar…


Hörkuleikur í Grafarvogi

Á þriðjudagskvöld heimsóttu SRingar Björninn upp í Grafarvog. SRingar komu full afslappaðir inn í leikinn og Bjarnarmenn komust yfir, einum fleiri á ís, með marki Kristjáns Alberts þegar rúmar ellefu mínútur voru liðnar af leiknum. Leiðinda atvik varð þegar Robbie Sigurdsson, einn af lykilmönnum okkar, virtist fá kylfu í andlitið og skarst á tungunni og

Nánar…


SR-MFLKVK í öðru sæti á Reykjavík Ice-Cup!

Andinn heldur áfram að gefa í samheldnu stemmningsliði Skautafélags Reykjavíkur, meistaraflokks kvenna. Síðust helgi lauk hinu árlega Reykjavík Ice-Cup þar sem stelpurnar okkar gerðu sig gildandi. Hin Kanadíska Deirdre Norman, stofnandi The Women Of Winter, leggur ríka áherslu á að halda við hokkítengingu Íslands og Kanada, en hún var í forgöngu fyrir því að fyrsta Bandaríska

Nánar…


Mörkin ekki markvörðunum að kenna

Bjarki Reyr Jóhannesson er SR-ingur í húð og hár. Hann hefur alla tíð verið hjá félaginu, sýnt því mikla hollustu og þannig verið góð fyrirmynd. Leiðin hefur legið í leiðtogahlutverk innan liðsins. Nú er svo komið að hann er fyrirliði meistaraflokks karla, þótt ungur sé, aðeins 20 ára. Bjarki hefur tekið þátt í mörgum mótum með

Nánar…