
Setja markið hátt í kvennaliði SR
Arna Björg Friðjónsdóttir og Heiður Þórey Atladóttir eru vinkonur úr Seljahverfi. Þær kynntust í götugrilli og eru búnar að vera bestu vinkonur síðan í 6. bekk í Seljaskóla. Þær spila með U16 og kvennaliði SR. En hvernig kom til að þær byrjuðu saman í íshokkí? Arna: „Við byrjuðum fyrir nákvæmlega tveimur árum, í september 2019.