Íshokkí

Aðalfundur Skautafélags Reykjavíkur

29/05/2018

Boðað er hér með til Aðalfundar Skautafélags Reykjavíkur. Á dagskrá eru venjulega aðalfundarstörf. Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram til stjórnarstarfa vinsamlegast gefið ykkur fram við eða hafið samband við Sigurð Kristinsson sigurdur@skautafelag.is eða aðra stjórnamenn. Hægt er að skoða lög félagsins hér á vefnum. Aðalfundurinn verður haldinn í félagsaðstöðu Skautafélagsins í

Nánar…


Aðalfundur íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur

15/05/2018

Boðað er hér með til Aðalfundar íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur.  Á dagskrá eru venjulega aðalfundarstörf. Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram til stjórnarstarfa vinsamlegast gefið ykkur fram eða hafið samband við núverandi stjórnarfólk. Hægt er að skoða lög félagsins hér á vefnum. Aðalfundur íshokkídeildarinnar verður haldinn í félagsaðstöðu Skautafélagsins í Skautahöllinni í Laugardal

Nánar…


Myndir frá Melabúðarmótinu 2018

Hér er hægt að nálgast prentútgáfur af liðsmyndunum frá Melabúðarmótinu 2018. Flestar myndirnar eru í 20×20 cm stærð fyrir utan tvær myndir (vegna fjölda liðsmanna) en þær eru í 15×20 cm stærð. Krílaleikur með öllum liðum Skautafélag Reykjavíkur 5. Ernir 6. Fálkar 6. Haukar 7. Smyrlar 7. Uglur SA Víkingar 5. Víkingar 5. Ynjur 6.

Nánar…


Krakkarnir skemmtu sér vel á Melabúðarmótinu

165 krakkar frá SR, SA og Birninum mættu á Melabúðarmótið í íshokkí Laugardal um liðna helgi. Það var ekki annað að sjá að krakkarnir hafi skemmt sér konunglega bæði innan og utan íssins. Foreldrar SR krakkanna höfðu veg og vanda að skipulagningu mótssins og tókst að búa til jákvæða og skemmtilega umgjörð um frábært mót.

Nánar…


Melabúðarmótið hjá 5, 6 og 7.flokki um helgina

Melabúðarmótið, síðasta 5.6.7. flokks íshokkímót vetrarins, verður haldið hjá Skautafélagi Reykjavíkur í Skautahöllinni Laugardal. Mótið er búið að vera í undirbúningi hjá þjálfurum og foreldrafélaginu í einhvern tíma. Nýjar treygjur voru afhentar í dag og eiga krakkarnir eftir að taka sig vel út í þeim í leikjum helgarinnar. Við hvetjum alla til að skella sér

Nánar…


Velkominn heim Daniel Kolar

Varnarjaxlinn góðkunni frá Tékklandi, Daniel Kolar, hefur verið ráðinn þjálfari meistarflokks karla hjá Skautafélagi Reykjavíkur. Daniel kom til Íslands árið 2007 og spilaði þá með SR. Árið 2012 söðlaði hann um yfir í Björninn og svo yfir í Esju árið 2015. Daniel hefur þrisvar sinnum hampað Íslandsmeistartitlinum, tvisvar með SR og einu sinni með Esju.

Nánar…


Pálmar heimsótti íshokkíkrakka SR

Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari og körfuboltaþjálfari hjá Val, mætti um síðastliðna helgi upp í Skautahöll og fræddi börnin á léttan og skemmtilegan hátt um jákvæð samskipti innan liða og hvernig hægt er að mynda umhverfi þar sem öllum líður vel. Hann talaði einnig um mikilvægi þess að allir upplifi að þeir skipta máli, áhrifin sem við höfum

Nánar…


Global Girls’ Game IIHF í Skautahöllinni

Í gær fór fram Global Girls’ Game IIHF í Skautahöllinni í Reykjavík. Global Girls’ Game IIHF er alþjóðlegur viðburður sem fór fram um allan heim núna um helgina. Leikurinn spilaður til að vekja athygli á og efla kvennaíshokkí. Þar mætast bláir á móti hvítum í skemmtilegum hokkíleik en leikurinn endaði 3-1 fyrir hvíta. Þarna mættust

Nánar…


Æfingar næsta sunnudag falla niður hjá íshokkídeild

08/02/2018

Næsta sunnudag verður U18 landslið Íslands með æfingu í Skautahöllinni í Laugardal frá kl. 8 til kl.10 og tekur listhlaupadeild við til kl. 13:00 með mótahald og því verða engar æfingar þennan sunnudag hjá íshokkídeild í Skautahöllinni. Stjórn deildarinnar biðst afsökunar á því hversu seint þessar upplýsingar berast.


Milos ráðinn yfirþjálfari barnastarfs íshokkídeildar SR

Miloslav Račanský, sem er íslenskum hokkíaðdáendum að góðu kunnur, hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka hjá Skautafélagi Reykjavíkur. Hann mun stýra uppbyggingu barnastarfs hjá félaginu ásamt þjálfun frá 1. ágúst næstkomandi. Milos, eins og hann er jafnan kallaður, er frá Vlasim í Tékklandi og kemur úr mikilli hokkífjölskyldu. Hann lærði að skauta þriggja ára en

Nánar…