Blog Archives

U18 drengjalandsliðið í fjórða sæti í Istanbúl

Ísland endaði í fjórða sæti á HM U18, A riðils þriðju deildar, eftir tap gegn Belgum í lokaleik mótsins. Liðið spilaði vel og stóð í hárinu á andstæðingunum sem þegar höfðu sigrað mótið og tryggt sér sæti í deildinni fyrir ofan að ári. Íslenska landsliðið stóð sig með prýði ef horft er til þess að

Nánar…


Stelpur spila íshokkí á sunnudag – Global Girls Game

Skautafélag Reykjavíkur tekur þátt í Girls Global Game en það er íshokkíleikur kvenna spilaður um allan heim sömu helgi – hvítir á móti bláum. Leikurinn fer fram í Skautahöllinni í Laugardal sunnudaginn 17. febrúar kl. 11.45-12.45. Við hvetjum íshokkístelpur á öllum aldri til að koma og taka þátt í þessum frábæra viðburði. Að sjálfsögðu eru

Nánar…


U14 gerði góða ferð til Akureyrar!

Um nýliðna helgi fór U14 lið SR (4.flokkur) til Akureyrar að taka þátt í einu af Íslandsmótunum sem haldin eru fyrir þennan aldurshóp.  Að vanda var gist í Skjaldarvík þar sem SR-ingar hafa gert sig heimkomna þar nyrðra.  Lið SR var mjög ungt eða leikmenn á aldrinum 10 til 13 ára og var því við

Nánar…


12 nýir leikmenn til liðs við meistaraflokka SR

Við bjóðum hjartanlega velkomna nýja (og gamla) SR-inga í félagið! Í meistaraflokki kvenna, Reykjavík (sameinaðs liðs SR og Bjarnarins) er nýr þjálfari frá Finnlandi, Jouni Sinikorpi. Nýir leikmenn hafa líka gengið til liðs við SR en það eru: Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir Sigrún Agatha Árnadóttir Í meistaraflokki karla tekur Daniel Kolar við þjálfun liðsins. Nýir leikmenn

Nánar…


Ársmiðar SR-íshokkí komnir í sölu

06/09/2018

Ársmiðarnir eru komnir í sölu fyrir heimaleiki SR í Hertz-deildinni tímabilið 2018-2019. Það verða 8 heimaleikir spilaðir í Laugardalnum: SR-Björninn þriðjudagur 2. október 19:45 SR-SA laugardagur 27. október 16:45 SR-Björninn föstudagur 2. nóvember 19:45 SR-SA þriðjudagur 27. nóvember 19:45 SR-Björninn þriðjudagur 4. desember 19:45 SR-Björninn þriðjudagur 22. janúar 19:45 SR-SA laugardagur 26. janúar 16:45 SR-SA þriðjudagur 5.

Nánar…


Ný æfingatafla íshokkídeildar

27/08/2018

Æfingatafla vetrarins er er komin í loftið og eru æfingar samkvæmt henni nú þegar hafnar hjá íshokkídeild. Einnig er búið að opna fyrir skráningu iðkenda í flokka. Hér má sjá æfingagjöld og flokkaskiptingu vetrarins. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir að sækja um aðgang að flokkasíðum þeirra barna á Facebook svo að þeir hafi aðgang að réttum

Nánar…


Íshokkískóli SR byrjar á sunnudaginn

Íshokkískóli SR fer af stað næsta sunnudag 2. september kl. 12.00. Af því tilefni býður SR íshokkí í kaffi, heitt kakó og kleinur. Eins og undanfarin ár sér Andri um Íshokkískóla SR en í vetur hefur honum borist góður liðsauki þar sem Gulla fyrrverandi yfirþjálfari hjá Birninum mun vera Andra innan handar. Allar upplýsingar um

Nánar…


Myndir frá Melabúðarmótinu 2018

Hér er hægt að nálgast prentútgáfur af liðsmyndunum frá Melabúðarmótinu 2018. Flestar myndirnar eru í 20×20 cm stærð fyrir utan tvær myndir (vegna fjölda liðsmanna) en þær eru í 15×20 cm stærð. Krílaleikur með öllum liðum Skautafélag Reykjavíkur 5. Ernir 6. Fálkar 6. Haukar 7. Smyrlar 7. Uglur SA Víkingar 5. Víkingar 5. Ynjur 6.

Nánar…


Melabúðarmótið hjá 5, 6 og 7.flokki um helgina

Melabúðarmótið, síðasta 5.6.7. flokks íshokkímót vetrarins, verður haldið hjá Skautafélagi Reykjavíkur í Skautahöllinni Laugardal. Mótið er búið að vera í undirbúningi hjá þjálfurum og foreldrafélaginu í einhvern tíma. Nýjar treygjur voru afhentar í dag og eiga krakkarnir eftir að taka sig vel út í þeim í leikjum helgarinnar. Við hvetjum alla til að skella sér

Nánar…


Velkominn heim Daniel Kolar

Varnarjaxlinn góðkunni frá Tékklandi, Daniel Kolar, hefur verið ráðinn þjálfari meistarflokks karla hjá Skautafélagi Reykjavíkur. Daniel kom til Íslands árið 2007 og spilaði þá með SR. Árið 2012 söðlaði hann um yfir í Björninn og svo yfir í Esju árið 2015. Daniel hefur þrisvar sinnum hampað Íslandsmeistartitlinum, tvisvar með SR og einu sinni með Esju.

Nánar…